Anton Sveinn McKee lenti í sjötta sæti í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í 50 metra laug í sundi rétt í þessu. Anton leiddi sundið þegar skammt var eftir en það dró af honum á lokametrunum.
Anton kom í mark á 2:09,37 55 sekúndubrotum frá Íslandsmeti sínu frá því í gær sem hefði dugað honum í fjórða sæti í dag.
Þetta er þriðji besti árangur Íslendings á HM í 50 metra laug.
Ljóst var að þetta yrði afar spennandi enda aðeins þeir bestu í greininni með að þessu sinni. Í undanúrslitunum í gær var það aðeins heimsmetahafinn Zac Stubblety-Cook frá Ástralíu sem var með betri tíma en Anton.
Anton byrjaði sundið vel og var allt í járnum frá fyrstu sekúndu til loka.
Hann var í þriðja sæti þegar sundið var hálfnað og ekki langt frá heimsmetinu í greininni og leiddi sundið þegar 150 metrar voru búnir en missi fremstu menn fram úr sér á lokametrunum.