Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfubolta mátti þola 58:68-tap fyrir Írlandi í lokaleik sínum í F-riðli Evrópumótsins í Sófíu, Búlgaríu, í dag.
Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var, eins og oft áður, stigahæst í íslenska liðinu en hún gerði 18 stig og tók sex fráköst. Hekla Eik Nökkvadóttir bætti við ellefu stigum og Sara Líf Boama skoraði átta stig og tók sex fráköst.
Ísland leikur lokaleik sinn á mótinu á morgun gegn Stóra-Bretlandi, en liðin leika um ellefta sæti mótsins.