Nánari lysing:
Íbúðin er skráð samkv. Þjóðskrá skráð 142 fm og er á fyrstu hæð í 5 hæða lyftuhúsi sem var byggt árið 2015. Íbúðin er skráð 133 fm og geymsla á jarðhæð er 9fm. Bílastæði í bílakjallara fylgir með. Í íbúðinni eru í dag þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og svo sameiginlegt eldhús, stofa/borðstofa.
3D – SKOÐAÐU ÍBÚÐINA Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR – 3D
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.
Forstofa: Parket á gólfi og góður fataskápur.
Stofa/borðstofa: Parket á Golfi. Fallegt útsýnir til sjávar og yfir höfnina og gamla bæinn í Hafnarfirði.
Eldhús: Parket á Golfi. Eyja með marmara þar em hægt er að sitja við. Eldhúsinnrétting með helluborði og viftu yfir og AEG bakaraofni.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar og inngöngusturta. Svört innrétting með granítborðplötu. Handklæðaofn. og upphengt salerni.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru þrjú en núverandi eigendur bættu þriðja herberginu við en lítið mál er að taka það niður aftur og er ekkert neglt og er parket undir veggjum þessa herbergis. Parket á Golfi. Fataskápar eru í tveimur herbergjanna.
Þvottahús: Rýmið er innan íbúðar. Flísar á gólfi. Hvít innrétting með vaski og blöndunartækjum.
Lóð: Frágengin lóð og er Hafnarfjarðarbær að snyrta til svæðið við göngustíg sem liggur með sjónum.
Geymschlur: Læst geymsla er í kjallara og er hún skráð 9fm einnig nýtist þvottahús innan íbúðar sem geymsla að hluta til.
Bílastæði: Bílastæði er í bílakjallara og er merkt íbúðinni.
Íbúðin er virkilega vönduð og með frábæru útsýni til sjávar. Búið er að setja upp þriðja svefnherbergið í íbúðina en lítð mál er að breyta því aftur og stækka stofuna.
Allar nánari upplýsingar veita Dagbjartur Willardsson lgf. í síma 861-7507 eða daddi@remax.is
Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpfilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi – 1,6 % af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.500 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald bis fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.