Róbert var í áttunda sæti þegar sund dagsins var hálfnað en með góðum lokaspretti tókst honum að færa sig framar í röðina og lenda í fimmta sæti.
Hann kom í mark á 58,06 en Íslandsmet Róberts fyrir Paralympics var 58,54 og bætti hann því eigið Íslandsmet um 0,48 sekúndu í Tókýó.
Gabriel Bandeira frá Brasilíu bætti Ólympíumetið þegar hann kom í mark á 54,76 og bætti með því nokkura klukkustunda gamalt met Benjamin Hanes frá Ástralíu.
Fyrr í morgun að japönskum tíma bætti Róbert Ísak eigið Íslandsmet þegar hann kom í mark á 58,34 sekúndu. Það var sjöundi besti tíminn í undanrásunum.
Róbert náði því að bæta eigin árangur í úrslitasundinu í morgun.