Sundkappinn Anton Sveinn McKee bætti eigið Íslandsmet í 200 metra bringusundi í 50 metra laug í annað sinn í dag og komst örugglega í úrslitin sem fara fram annað kvöld.
Anton Sveinn var með næstbesta tímann í undanúrslitunum í dag og tryggði sig örugglega inn í úrslitasundið sem fer fram klukkan 17:28 á morgun.
Anton kom í mark á 2:08,74 og bætti með því eigið Íslandsmet um tæpa sekúndu eftir að hann kom í mark á 2:09,69 í morgun.
Hafnfirðingurinn var með fimmta besta tímann í undanrásunum og næst besta tímann í undanúrslitunum.