Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM eru Íslandsmeistarar í golfi árið 2022.
Mótstjórn Íslandsmótsins ákvað að fella lokaumferð mótsins niður í dag þar sem að Vestmannaeyjavöllur er óleikfær. Það eru því Perla Sól og Kristján sem vinna, en þau voru efst fyrir daginn í dag.
Perla Sól vinnur mótið á einu höggi undir pari, ásamt því að vera einu höggi á undan Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, einnig úr GR, sem lýkur keppni í öðru sæti, á pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir endar í þriðja sæti á níu höggum yfir pari.
Kristján lýkur keppni á sex höggum undir pari. Sigurður Bjarki Blumstein og Orri Þórðarson deilda öðru sætinu á fjórum höggum undir pari.
Kristófer Karl Karlsson, Böðvar Bragi Pálsson og Birgir Guðjónsson deilda svo þriðja sætinu, á þremur höggum undir pari.