Alþjóðasundsambandið ákvað í vikunni að dæma rússneska sundkappann Evgeny Rylov í níu mánaða keppnisbann fyrir að taka þátt í hernaðarsýningu í boði Vladimír Pútín.
Rylov er því í banni frá öllum keppnum á vegum Alþjóðasambandsins til 19. janúar á næsta ári.
Sundkappinn vann til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári í hundrað metra og tvö hundruð metra baksundi.
Alþjóðasundsambandið gangrýni Rylov fyrir að blanda sundíþróttinni inn í alþjóðadeilu.
Áður var búið að banna allt sundfólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi út þetta ár vegna innrásar Rússa í Úkraínu, þannig það bætast aðeins nítján dagar við bannið.