Már kom í mark á 29,3 en Íslandsmet hans, 28,74, setti Már á HM fatlaðra í sundi árið 2019.
Tími Más skilaði honum 13. sæti í keppninni. Átta efstu komust áfram í úrslitasundið sem fer fram í kvöld að staðartíma.
Hann hefði því þurft að bæta eigið Íslandsmet um 0,7 sekúndu til að komast í úrslitasundið en til þess þurfti að koma í mark á 28,08.
Næst á dagskrá hjá Má eru undanrásirnar í 100 metra baksundi annað kvöld.