Anton Sveinn McKee jafnaði þriðja besta árangur Íslendings frá upphafi á HM í 50 metra laug í dag þegar hann kom í mark í 6. sæti í úrslitasundinu í Ungverjalandi.
Hann varð fimmti Íslendingurinn til að komast í úrslitasundið í 50. metra laug á eftir Eðvarði Þór Eðvarðssyni, Erni Arnarsyni, Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur.
Anton Sveinn var búinn að tvíbæta eigið Íslandsmet í greininni fyrir sund dagsins og var með annan besta tímann í undanrásunuum.
Hafnfirðingurinn var fremstur þegar skammt var eftir af sundinu en missti fimm einstaklinga fram úr sér á lokametrunum.
Frábær árangur þrátt fyrir það og margt jákvætt fyrir Anton sem jafnaði þriðja besta árangur Íslendings frá upphafi á HM í sundi..
Besti árangur Íslendinga á HM í 50 metra laug:
- sæti – Örn Arnarson – 100 metra baksund (HM 2001 í Fukuoka)
- sæti – Örn Arnarson – 200 metra baksund (HM 2001 í Fukuoka)
6,.sæti – Hrafnhildur Lúthersdóttir – 100 metra bringusund (HM 2015 í Kazan)
- sæti – Anton Sveinn McKee – 200 metra bringusund (HM 2022 í Duna)
- sæti – Hrafnhildur Lúthersdóttir – 50 metra bringusund (HM 2015 í Kazan)
- sæti – Eðvarð Þór Eðvarsson – 200 metra baksund (HM 1986 í Madríd)
- sæti – Eðvarð Þór Eðvarsson – 100 metra baksund (HM 1986 í Madríd)
- sæti – Hrafnhildur Lúthersdóttir – 50 metra bringusund (HM 2013 í Barcelona)
- sæti – Jakob Jóhann Sveinson – 200 metra bringusund (HM 2001 í Fukuoka)